Betis sló Albert og félaga úr leik

Antony skoraði fyrir Real Betis í kvöld.
Antony skoraði fyrir Real Betis í kvöld. AFP/Cristina Quicler

Real Betis tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í fótbolta karla með því að gera jafntefli við Fiorentina, 2:2, eftir framlengdan síðari undanúrslitaleik liðanna í Flórens í kvöld.

Betis vann fyrri leikinn á Spáni 2:1 og einvígið því samanlagt 4-3. Liðið mætir Chelsea í úrslitaleiknum í Wroclaw í Póllandi miðvikudaginn 28. maí.

Hinn sjóðheiti Antony kom Betis yfir í kvöld áður en Robin Gosens skoraði tvívegis fyrir Fiorentina og sneri þannig taflinu við.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og eftir venjulegan leiktíma og þyrfti því að framlengja.

Í framlengingunni jafnaði Abde Ezzalzouli metin fyrir Betis og tryggði þar með jafnteflið og sigur í einvíginu.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Betis og var tekinn af velli á 95. mínútu í framlengingunni, fjórum mínútum áður en Ezzalzouli skoraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka