25 stuðningsmenn á spítala

Stuðningsmenn Hamburger SV á vellinum í gær.
Stuðningsmenn Hamburger SV á vellinum í gær. AFP/Ronny Hartman

Stuðningsmenn Hamburger SV, sem spilar í næstefstu deild karla í knattspyrnu í Þýskalandi, ruddust inn á völlinn eftir 6:1-sigur liðsins gegn Ulm á heimavelli í gærkvöldi.

Samkvæmt tilkynningu frá slökkviliðinu í Hamborg þá fengu 44 manns aðhlynningu, 19 voru alvarlega meiddir, fimm með minni háttar meiðsli og einn lífshættulega slasaður.

Sigurinn tryggði liðinu sæti í efstu deild á næsta tímabili en liðið spilaði þar síðast tímabilið 2017/18. Ef HSV vinnur eða gerir jafntefli við Köln í uppgjöri efstu liðanna næstkomandi sunnudag vinnur liðið deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert