Gamla stórveldið aftur upp eftir sjö ára fjarveru

Daniel Heuer markvörður HSV fagnar með stuðningsmönnum liðsins.
Daniel Heuer markvörður HSV fagnar með stuðningsmönnum liðsins. AFP/Ronny Hartmann

Gamla stórveldið Hamburger SV er komið aftur upp í efstu deild karla í þýska fótboltanum eftir sigur á Ulm, 6:1, í gærkvöldi. 

Hamburger SV, eða HSV, hefur verið verið i B-deildinni síðan liðið féll árið 2018. Liðið hefur á þessum sjö tímabilum oft verið með efri liðum en aldrei náð að komast upp fyrr en nú. 

HSV er fornfrægt félag sem hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, þrisvar bikarmeistari og einu sinn Evrópumeistari. Liðið var upp á sitt besta á níunda áratugi síðustu aldar. 

Eitt annað lið mun fylgja HSV beint upp í efstu deild en Köln er í næstefsta sæti með 58 stig, Elversberg í þriðja með 55 og Paderborn í fjórða með 55 þegar ein umferð er eftir. Elversberg og Paderborn eru bæði með betri markatölu en Köln, sem nægir þó jafntefli á heimavelli gegn Kaiserslautern í síðustu umferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert