Hilmir Rafn Mikaelsson gulltryggði Viking frá Stavanger útisigur gegn Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Hilmir kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar staðan var 2:0, Víkingunum í hag. Haugesund skoraði strax á eftir en á 89. mínútu fékk Viking vítaspyrnu og úr henni skoraði Hilmir Rafn, 3:1. Hans annað mark í deildinni í ár. Í uppbótartímanum skoruðu svo heimamenn sjálfsmark og lokatölur urðu því 4:1.
Viking er þar með á toppi deildarinnar með 17 stig en hefur leikið einum leik meira en Brann, sem er með 16 stig og Rosenborg sem er með 15 stig.
Þá hefur Bodö/Glimt aðeins leikið fjóra leiki vegna þátttöku sinnar í Evrópudeildinni en er komið með 10 stig úr fjórum leikjum.