Gífurlega mikilvægur sigur Íslendingaliðsins

Mikael Egill Ellertsson í baráttu við Francisco Conceicao í leik …
Mikael Egill Ellertsson í baráttu við Francisco Conceicao í leik Venezia gegn Juventus í byrjun árs. AFP/Marco Bertorello

Venezia hafði betur gegn Fiorentina, 2:1, í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu á heimavelli Venezia í Feneyjum í kvöld. 

Eftir leik er Venezia komið úr fallsæti og í það 17. með 29 stig en Lecce, sem landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason spilar með, er í 18. með 28 og Empoli í 19. með jafnmörg stig. Fiorentina er með 59 stig í níunda sæti. 

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var á bekknum. 

Hjá Fiorentina var Albert Guðmundsson fjarverandi vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert