Hinrik Harðarson kom inn með látum í sigri Odd á Kongsvinger, 3:1, í norsku B-deildinni í fótbolta í Kongsvinger í kvöld.
Hinrik kom inn á 82. mínútu og skoraði þriðja mark Odd aðeins mínútu síðar.
Odd er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex umferðir en Hinrik gekk í raðir félagsins frá ÍA fyrir tímabilið.