Magnaðar sigur Íslendingaliðsins á Noregsmeisturunum

Davíð Snær Jóhannsson lagði upp sigurmarkið.
Davíð Snær Jóhannsson lagði upp sigurmarkið. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslendingalið Aalesund vann magnaðan sigur á Noregsmeisturum Bodö/Glimt, 1:0, í 32-liða úrslitum norska bikars karla í knattspyrnu í Aalesund í dag.

Aalesund, sem leikur í B-deildinni, er því komið í 16-liða úrslit og mætir þar HamKam.

Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn og lagði upp sigurmark Aalesund fyrir Marius Andersen á 52. mínútu. Þá var Ólafur Guðmundsson einnig í byrjunarliði liðsins en fór af velli á 70. mínútu. 

Sigurinn er magnaður en Bodö/Glimt var langbesta lið Noregs í fyrra og var síðasti leikur liðsins í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert