Björguðu sér í lokaumferðinni

Birkir Bjarnason og félagar leika áfram í B-deildinni.
Birkir Bjarnason og félagar leika áfram í B-deildinni. Ljósmynd/Brescia

Brescia tryggði sér áframhaldandi veru í ítölsku B-deildinni í fótbolta með heimasigri á Reggiana í lokaumferð deildarinnar í kvöld, 2:1.

Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia og hann kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í stöðunni 1:1.

Með sigrinum fór Brescia upp fyrir Sampdoria, Salernitana og Frosinone og upp úr fallsæti en liðið endaði fyrir ofan Frosinone á markatölu.

Brescia endar í 15. sæti með 43 stig. Þrjú neðstu liðin falla niður í C-deild og liðin í 16. og 17. sæti fara í fallumspil.

Það er hlutskipti Sampdoria, sem lengi vel var í fremstu röð á Ítalíu, að falla niður í C-deildina ásamt Cittadella og Cosenza. Í umspilið fara Frosinone og Salernitana.

Sassuolo og Pisa unnu sér sæti í A-deildinni en Spezia, Cremonese, Juve Stabia, Catanzaro, Cesena og Palermo fara í umspil um eitt sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert