Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur lagt fram risatilboð í þýska miðjumanninn Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen.
Bild í Þýskalandi greinir frá. Wirtz, sem er 22 ára, var búinn að samþykkja samningstilboð Bayern München en Bayern og Leverkusen áttu eftir að samþykkja kaupverð.
Leverkusen vill 150 milljónir evra fyrir leikmanninn og er tilboðið hjá City nálægt þeirri upphæð.
Gæti hann því farið til City, þar sem hann á að taka við hlutverki Kevin de Bruyne sem yfirgefur Manchester-félagið eftir tímabilið.