Íslendingarnir sameinaðir á ný?

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon þekkjast býsna vel.
Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon þekkjast býsna vel. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon er nálægt því að ganga í raðir Brann í Noregi og spila undir stjórn Freys Alexanderssonar með þriðja félaginu.

Fótbolti.net greinir frá. Sævar verður samningslaus eftir tímabilið og getur því farið á frjálsri sölu til norska félagsins.

Sævar kom til Lyngby árið 2021 er danska félagið keypti hann frá uppeldisfélaginu Leikni í Reykjavík. Hann átti sinn þátt í að Lyngby fór upp í efstu deild á hans fyrsta tímabili og hefur haldið sér í deild þeirra bestu síðan.

Áðurnefndur Freyr þjálfaði Sævar bæði hjá Lyngby og Leikni og gætu Breiðhyltingarnir því verið sameinaðir enn á ný. Freyr tók við Brann fyrir tímabilið og Eggert Aron Guðmundsson kom í kjölfarið til félagsins.

Lyngby er einu stigi frá öruggu sæti þegar tveir umferðir eru eftir í dönsku úrvalsdeildinni. Brann er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka