Goðsögnin Marta er óvænt í landsliðshópi Brasilíu fyrir vináttuleiki við Japan og Jamaíku í lok maí og byrjun júní. Marta, sem er orðin 39 ára, lagði landsliðskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar.
Hún hefur hins vegar ákveðið að leika allavega fjóra leiki til viðbótar en brasilíska liðið spilar tvo vináttuleiki við Japan annars vegar og aðra tvo við Jamaíku á heimavelli.
Marta er af mörgum talin besta knattspyrnukona sögunnar. Hún var sex sinnum valin sú besta í heimi.
Sóknarkonan hefur leikið vel með Orlando Pride á leiktíðinni og virðist enn eiga nóg eftir af tankinum.