Síðustu leikirnir voru á Íslandi

Steeve Ho You Fat, númer 15, í leik með Haukum …
Steeve Ho You Fat, númer 15, í leik með Haukum á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franski körfuknattleiksmaðurinn Steeve Ho You Fat hefur lagt skóna á hilluna eftir 17 ára feril.

Hann greindi frá tíðindunum á Instagram. Leikmaðurinn lauk ferlinum á Íslandi en hann lék með Haukum fyrri hluta síðasta tímabils og skipti síðan yfir til Þórs frá Þorlákshöfn.

Hann meiddist hins vegar í sínum öðrum leik með Þór og lauk bæði tímabilinu og ferli þess franska fyrir vikið.

Ho You Fat lék allan ferilinn í Frakklandi, fyrir utan yfirstandandi tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert