Sveindís: Mun aldrei gleyma þessum tíma

Sveindís Jane Jónsdóttir þakkaði fyrir sig með stæl.
Sveindís Jane Jónsdóttir þakkaði fyrir sig með stæl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir þýska knattspyrnufélagið Wolfsburg en samningur hennar við félagið rennur út um mánaðamótin.

Íslenska landsliðskonan skoraði í sínum síðasta leik með liðinu er það vann Leverkusen, 3:1, í efstu deild Þýskalands á sunnudag.

Eftir leik mætti Sveindís í viðtal hjá sjónvarpsstöð Wolfsburg, þar sem hún þakkaði stuðningsmönnum kærlega fyrir og gerði upp tímann sinn hjá Wolfsburg í stuttu máli.

„Ég var hérna í þrjú og hálft ár. Ég vann deildina á mínu fyrsta tímabili, fór í þrjá bikarúrslitaleiki og úrslit Meistaradeildarinnar. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert