Enn veik von hjá Real Madrid

Jacobo Ramón fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld.
Jacobo Ramón fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld. AFP/Philippe Marcou

Real Madrid á enn veika von um að ná spænska meistaratitlinum í knattspyrnu karla úr höndum Barcelona eftir nauman sigur á Mallorca, 2:1, á Santiago Bernabeu í kvöld.

Martin Valjent kom Mallorca yfir á 11. mínútu en Kylian Mbappé jafnaði fyrir Real á 68. mínútu með sínu 40. marki á tímabilinu.

Það var síðan Jacobo Ramón sem skoraði sigurmark Real á fimmtu mínútu í uppbótartíma.

Real Madrid er þá komið með 78 stig og á tvo leiki eftir þannig að liðið getur mest fengið 84 stig.

Barcelona er hins vegar með 82 stig og á enn þrjá leiki eftir. Einn sigur enn færir Börsungum meistaratitilinn og þeir gætu tryggt hann strax annað kvöld þegar þeir heimsækja granna sína í Espanyol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert