Fyrsti titillinn í 51 ár

Leikmenn Bologna fagna í leikslok í Róm í kvöld.
Leikmenn Bologna fagna í leikslok í Róm í kvöld. AFP/Isabella Bonotto

Bologna vann í kvöld sinn fyrsta titil í 51 ár í ítölsku knattspyrnunni með því að sigra AC Milan í úrslitaleik bikarkeppninnar, 1:0, á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Dan Ndoye skoraði sigurmarkið á 53. mínútu.

Bologna varð bikarmeistari í annað skipti árið 1974 en áður hafði félagið sjö sinnum orðið ítalskur meistari á árunum 1925 til 1964.

Andri Fannar Baldursson er í röðum Bologna en hefur verið úr leik vegna meiðsla frá því hann sneri aftur til félagsins í janúar eftir lánsdvöl hjá Elfsborg í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert