Ráðist á fyrrverandi leikmann Vals

Sebastian Hedlund er hann lék með Val.
Sebastian Hedlund er hann lék með Val. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Leikur Gautaborgar og Öster í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hófst í kvöld var stöðvaður eftir að stuðningsmaður Gautaborgar hljóp inn á völlinn og réðist á Sebastian Hedlund, leikmann Öster.

Hedlund lék lengi vel á Íslandi með Val, gerði það frá 2018 til 2022 og lék alls 83 leiki í efstu deild.

Öster var 1:0 yfir þegar stuðningsmaður Gautaborgar hljóp inn á völlinn, reyndi að kýla Hedlund og féll svo ofan á hann. Öryggisvörður kom svo á vettvang og fjarlægði stuðningsmanninn.

Hann var svo handtekinn en myndband af atvikinu má sjá hér:

Leikurinn er nýhafinn aftur og er Kolbeinn Þórðarson kominn inn á sem varamaður hjá Gautaborg. Öster er ennþá 1:0 yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert