Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, fór meiddur af velli er Norrköping mátti þola tap fyrir Degerfors, 2:1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær.
Arnór lenti í miklu samstuði við Rasmus Forsell markvörð Degerfors undir lok leiksins og fóru þeir báðir af velli vegna meiðsla.
Meiðsli Arnórs eru hins vegar ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast og samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð verður hann klár í slaginn í leik Norrköping gegn Sirius á útivelli næstkomandi mánudag.