Reyndi að keyra yfir fjölda fólks á Spáni

Lamine Yamal fagnar marki sínu í leiknum í gær.
Lamine Yamal fagnar marki sínu í leiknum í gær. AFP/Manaure Quintero

Afar óhugnalegt atvik átti sér stað fyrir leik Espanyol og Barcelona í spænsku 1. deildinni í fótbolta í Barcelona í gærkvöldi.

Atvikið átti sér stað fyrir utan Cornellá-El Prat-leikvanginn, sem er heimavöllur Espanyol, þar sem fjöldi stuðningsmanna beggja liða var saman kominn en leikurinn var nýhafinn þegar atvikið átti sér stað.

Ökumaður bifreiðar reyndi þá að keyra yfir fjölda fólks en betur fór en á horfðist og urðu engin alvarleg slys á fólki.

Leikurinn var stöðvaður í stuttu stund vegna atviksins en hófst svo aftur skömmu síðar en honum lauk með 2:0-sigri Barcelona sem tryggði sér um leið spænska meistaratitilinn.

34 ára gömul kona var handtekin á vettvangi en Salvador Illa, forseti Katalóníu, útilokaði í samtali við fjölmiðlamenn í gærkvöldi að um hryðjuverk væri að ræða.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert