Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille rétt svo misstu af Meistaradeildarsæti í lokaumferð frönsku 1. deildarinnar eftir 2:1-sigur liðsins gegn Reims í kvöld
Lille endar í fimmta sæti deildarinnar með 60 stig, með jafnmörg stig og Nice en verri markatölu í fjórða sætinu sem gefur umspil um að komast í Meistaradeildina.
Remy Cabella kom Lille yfir á 37. mínútu en Sergio Akieme jafnaði metin fyrir Reims á 60. mínútu. Chuba Akpom skoraði sigurmark Lille úr vítaspyrnu á 86. mínútu.
Hákon spilaði allan leikinn fyrir Lille á miðjunni í dag.