Bætti met Filippo Inzaghi

Mateo Retegui (til hægri) og Raoul Bellanova fagna.
Mateo Retegui (til hægri) og Raoul Bellanova fagna. AFP/Isabella Bonotto

Mateo Retegui, framherji Atalanta, bætti félagsmet þegar hann skoraði sitt 25. mark á tímabilinu í ítölsku A-deildinni í gær.

Retegui skoraði sigurmark Atalanta gegn Genoa í gærkvöld og tryggði hann sínum mönnum tæpan sigur, 3:2.

Hann hefur nú skorað 25 mörk á tímabilinu í deildinni og bætti þar með met ítölsku goðsagnarinnar Filippo Inzaghi sem skoraði 24 mörk fyrir Atalanta tímabilið 1996-97.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert