Leverkusen gerði fjögurra marka jafntefli á útivelli gegn Mainz í gær, 2:2, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki skipt Leverkusen höfuðmáli þá tókst þeim samt að slá met með því að tapa ekki.
Leverkusen hefur nú farið í gegnum tvö heil tímabil í röð án þess að tapa leik á útivelli. Samanlagt hefur liðið leikið 34 leiki á útivelli á þessum tveimur árum og ekki tapað. Það er bæting á meti Bayern München sem lék 33 leiki á útivelli án þess að tapa.
Þetta er rós í hnappagat Xabi Alonso sem hefur náð frábærum árangri með Leverkusen liðið. Liðið vann deild og bikar á síðasta tímabili og fór ósigrað í gegnum deildina. Alonso hefur kvatt stuðningsmenn Leverkusen því það bendir allt til þess að hann sé að fara að taka við Real Madrid á næstu dögum.