Dagur á skotskónum gegn Messi

Dagur Dan Þórhallsson með boltann í leiknum gegn Inter Miami …
Dagur Dan Þórhallsson með boltann í leiknum gegn Inter Miami í nótt. AFP/Leonardo Fernandez

Dagur Dan Þórhallsson var á skotskónum hjá Orlando City þegar liðið vann öruggan sigur á Lionel Messi og félögum í Inter Miami, 3:0, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í Miami í nótt.

Dagur byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu þegar staðan var 2:0. Hann innsiglaði svo sigur Orlando á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Messi, Luis Suárez og félagar gripu í tómt hjá Inter Miami en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Er liðið í sjötta sæti Austurdeildarinnar.

Orlando hefur gengið töluvert betur að undanförnu og er taplaust í síðustu fimm leikjum, þar af hefur liðið unnið þrjá leiki og er í fimmta sæti Austurdeildar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert