Sjálfsmark, stoðsending og sigur

Aron Einar Gunnarsson kom mikið við sögu í dag.
Aron Einar Gunnarsson kom mikið við sögu í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, kom mikið við sögu í dag þegar lið hans, Al Gharafa, tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Katar.

Aron varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, annan leikinn í röð, þegar Umm Salal komst í 2:0 eftir aðeins 23 mínútna leik.

Hann svaraði fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Al Gharafa fyrir Mohammed Muntari í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liðið bætti um betur með því að skora aftur áður en flautað var  til leikshlé.

Muntari innsiglaði svo sigurinn, 4:2, með marki snemma í síðari hálfleik. Aron lék allan tímann í vörn Al Gharafa sem mætir Al Rayyan í úrslitaleik keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert