Dóttirin skipti honum af velli í síðasta sinn

Jan Vertonghen kvaddi fótboltann um helgina.
Jan Vertonghen kvaddi fótboltann um helgina. AFP/Bruno Fahy

Belgíski knattspyrnumaðurinn Jan Vertonghen lék sinn síðasta leik á ferlinum á sunnudaginn þegar lið hans Anderlecht tók á móti Club Brugge í úrslitariðli belgísku A-deildarinnar.

Vertonghen, sem er 38 ára gamall, er leikjahæsti landsliðsmaður Belga frá upphafi en hann hefur leikið með Anderlecht í heimalandinu frá árinu 2022.

Alls lék hann 157 A-landsleiki fyrir Belgíu en hann gerði garðinn frægan á Englandi með Tottenham þar sem hann lék frá 2012 til 2020.

Dóttir hans hélt á skiltinu og skipti honum af velli á 70. mínútu á sunnudaginn og var honum klappað lof í lófa þegar hann gekk af velli.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert