Landsliðsmaðurinn skiptir um félag

Hörður Björgvin Magnússon fer frá Panathinaikos.
Hörður Björgvin Magnússon fer frá Panathinaikos. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, er á förum frá gríska félaginu Panathinaikos.

Samningur Harðar rennur út eftir tímabilið og fær varnarmaðurinn ekki nýjan samning hjá félaginu.

Hörður hefur mikið glímt við meiðsli hjá Panathinaikos og lék á dögunum sinn fyrsta leik með liðinu frá því í september 2023 eftir að hann sleit krossband í hné.

Leikmaðurinn, sem hefur leikið 49 landsleiki fyrir Ísland, hefur einnig leikið með CSKA Moskvu í Rússlandi, Bristol City á Englandi og Juventus, Spezia og Cesena á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert