Sá efnilegasti að framlengja á Spáni

Lamine Yamal.
Lamine Yamal. AFP/Manaure Quintero

Spænski knattspyrnumaðurinn Lamine Yamal hefur samþykkt nýtt samningstilboð forráðamanna spænska stórliðsins Barcelona.

Juan Laporta, forseti félagsins, tilkynnti þetta í samtali við spænska fjölmiðilinn Mundo Deportivo á dögunum.

Yamal, sem er einungis 17 ára gamall, er lykilmaður í liði Barcelona þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur 15 til viðbótar í 34 leikjum í spænsku 1. deildinni á tímabilinu.

Alls á hann að baki 105 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 25 mörk og lagt upp önnur 34 til viðbótar. Hann hefur tvígis orðið Spánarmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert