Ten Hag ráðinn aftur?

Erik ten Hag hefur verið án starfs síðan í október.
Erik ten Hag hefur verið án starfs síðan í október. AFP/Oli Scarff

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er einn þeirra sem kemur til greina sem nýr stjóri Ajax en hann stýrði liðinu með góðum árangri frá 2018 til 2022.

Manchester United réð ten Hag til félagsins í kjölfarið en hann var síðan rekinn í október og hefur verið án félags síðan.

Francesco Farioli yfirgaf Ajax á dögunum eftir að honum mistókst að vinna hollenska meistaratitilinn, þrátt fyrir að liðið væri með gott forskot þegar skammt var eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert