Bellingham undir hnífinn

Jude Bellingham þarf undir hnífinn í sumar.
Jude Bellingham þarf undir hnífinn í sumar. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Enski knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham, miðjumaður Real Madríd, mun gangast undir skurðaðgerð á öxl í sumar þegar HM félagsliða í Bandaríkjunum lýkur.

Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli um langt skeið og spilað með stærðarinnar umbúðir í hverjum einasta leik í að verða eitt og hálft ár.

HM félagsliða hefst 15. júní og lýkur 13. júlí og samkvæmt breska ríkisútvarpinu mun Bellingham fara undir hnífinn þegar þátttöku Real Madríd lýkur.

Búist er við því að hann missi af öllu næsta undirbúningstímabili og fyrstu sex vikum næsta tímabils hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert