Erfið staða eftir fyrri undanúrslitaleik

Damir Muminovic eftir leik með Breiðabliki á síðasta tímabili.
Damir Muminovic eftir leik með Breiðabliki á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Damir Muminovic og liðsfélagar hans í DPMM máttu sætta sig við tap, 2:3, á heimavelli fyrir Lion City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppni Singapúrs í dag.

Damir lék allan leikinn fyrir DPMM sem er staðsett í Brúnei en keppir í deild og bikar í Singapúr.

Hefur hann verið í lykilhlutverki hjá DPMM á tímabilinu eftir að hafa komið frá Breiðabliki en liðið hefur verk að vinna í síðari undanúrslitaleiknum gegn Lion City sem fram næstkomandi þriðjudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert