Heldur áfram með Barcelona

Hansi Flick heldur áfram með Barcelona næstu tvö árin hið …
Hansi Flick heldur áfram með Barcelona næstu tvö árin hið minnsta. AFP/Piero Cruciatti

Þjóðverjinn Hansi Flick hefur skrifað undir nýjan samning við spænska stórveldið Barcelona og verður knattspyrnustjóri þar til ársins 2027.

Flick tók við liðinu í lok maí 2024 og samdi til vorsins 2026 þannig að hann hefur nú framlengt samninginn um eitt ár.

Barcelona hefur verið á mikilli sigurbraut undir stjórn Þjóðverjans og varð bæði spænskur meistari og bikarmeistari í vor. Þá gerðist það í fyrsta skipti að Barcelona vann alla sína leiki gegn erkifjendunum í Real Madrid í öllum mótum tímabilsins.

Flick er sextugur, fyrrverandi leikmaður Köln, Bayern München og Sandhausen. Hann tók við sem knattspyrnustjóri Bayern árið 2019, liðið varð þýskur meistari bæði árin undir hans stjórn, og hann tók síðan við þýska karlalandsliðinu árið 2021 og stýrði því í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert