Deco, íþróttastjóri spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, viðurkennir að félagið hafi áhuga á Luis Díaz, sóknarmanni Liverpool, og Marcus Rashford, sóknarmanni Manchester United sem leikur með Aston Villa að láni.
„Það að tala um leikmenn sem eru samningsbundnir er snúið vegna virðingar sem þarf að sýna. Við kunnum vel að meta Luis, við kunnum vel að meta Rashford og við erum hrifnir af öðrum leikmönnum.
Þegar við skoðum markaðinn eru nöfn sem við þekkjum og gætu bætt liðið,“ sagði Deco í samtali við spænsku útvarpsstöðina RAC1.
Áréttaði hann svo að best væri að framlengja samninga þeirra leikmanna sem eru fyrir hjá Spánarmeisturum Barcelona.