Bróðirinn hellir olíu á eldinn

Alejandro Garnacho svekktur í gær.
Alejandro Garnacho svekktur í gær. AFP/Josep Lago

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, kom inn á sem varamaður á 71. mínútu er liðið mátti þola tap gegn Tottenham, 1:0, í úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi.

Leikmaðurinn var ekki sáttur við að byrja á bekknum og gaf í skyn í viðtölum eftir leik að hann gæti yfirgefið félagið. Bróðir hans, Roberto Garnacho, hefur nú hellt olíu á eldinn með skilaboðum á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Hann leggur harðar að sér en aðrir, hjálpar í hverri umferð, hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur úrslitaleikjum og fær svo 19 mínútur og er kastað undir rútuna, vá,“ skrifaði Roberto.

Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert