Napólí er ítalskur meistari í fótbolta eftir sigur á Cagliari, 2:0, á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Inter Mílanó vann Como, 2:0, en það dugði ekki til því Napólí endar með 82 stig og Inter með stigi minna.
Scott McTominay og Romelu Lukaku, sem léku báðir með Manchester United á sínum tíma, skoruðu mörk Napólí.
Nicola Zalewski og Joaquín Correa skoruðu mörk Inter gegn Como, en þau dugðu skammt þegar upp var staðið.
Titilinn er sá fjórði hjá Napólí og sá annar á þremur árum.