Tímamót hjá íslenska táningnum

Galdur Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik með Horsens.
Galdur Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik með Horsens. Ljósmynd/Horsens

Knattspyrnumaðurinn Galdur Guðmundsson, 19 ára sóknarmaður, var í fyrsta skipti í byrjunarliði sem atvinnumaður er hann byrjaði fyrir Horsens í 1:1-jafntefli á útivelli gegn Hvidovre í dönsku B-deildinni í kvöld.

Galdur, sem er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur að árum til FC Kaupmannahafnar, lék fyrstu 65 mínúturnar. Liðið er í þriðja sæti með 51 stig.

Daníel Freyr Kristjánsson, sem er einnig 19 ára, lék allan leikinn með Fredericia er liðið sigraði Kolding, 2:0. Ari Leifsson var ekki með Kolding vegna meiðsla. Fredercia er í öðru sæti með 64 stig, Kolding er í fjórða með 50.

Þá vann OB 4:2-heimasigur á Esbjerg. Breki Baldursson var allan tímann á bekknum hjá Esbjerg, sem er í neðsta sæti efri hlutans, sjötta sæti, með 41 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert