Þýski varnarmaðurinn Jonathan Tah mun ganga til liðs við Þýskalandsmeistara Bayern München á frjálsri sölu frá Bayer Leverkusen.
Tah, sem er 29 ára, mun skrifa undir fjögurra ára samning hjá Bayern eftir að samningur hans rennur út við Leverkusen í sumar.
Samkæmt Fabrizio Romano þurfa forráðamenn Bayern að semja um verð við Leverkusen ef þeir vilja fá Tah í liðið fyrir HM félagsliða sem hefst 15. júní.
Tah hefur verið á mála hjá Leverkusen í 10 ár og hefur hann orðið þýskur meistari og bikarmeistari með félaginu.