Scott McTominay, leikmaður Napoli, var valinn í gærkvöld besti leikmaður tímabilsins í ítölsku A-deild karla í knattspyrnu.
Napoli varði ítalskur meistari í gærkvöld eftir 2:0-sigur gegn Cagliari og skoraði McTominay fyrra mark liðsins áður en Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn.
McTominay hefur átt magnað tímabil með Napoli eftir hann kom frá Manchester United fyrir tímabilið. Í 34 leikjum skoraði hann 12 mörk og lagði upp fjögur.