Færeyjar komu til baka

Patrik Johannesen, í miðjunni, fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum …
Patrik Johannesen, í miðjunni, fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum í Keflavík sumarið 2022. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar, 2:1, í L-riðli undankeppni HM karla í knattspyrnu á Þórsvelli í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld. 

Þetta voru fyrstu stig Færeyinga í riðlinum en liðið er með einn sigur og tvö töp í fjórða sæti riðilsins. Gíbraltar er í neðsta sæti án stiga. 

James Scalon kom kom Gíbraltar yfir á 23. mínútu en Arni Frederiksberg jafnaði metin á 71. mínútu. 

Patrik Johannesen skoraði síðan sigurmark Færeyinga á 86. mínútu en hann er fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks. 

Sannfærandi sigur Króata

Króatía vann þá afar sannfærandi sigur á Tékklandi, 5:1, í sama riðli í Króatíu. 

Tékkland er í toppsæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki en Króatía er með sex eftir tvo. 

Andrej Kramaric skoraði tvö mörk fyrir Króatíu en hin mörk liðsins skoruðu Luka Modric, Ivan Perisic og Ante Budimir. Mark Tékklands skoraði Tomas Soucek. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert