Birtu mynd af vúdúdúkku af Ísak

Myndin af dúkkunni með nálar í sér.
Myndin af dúkkunni með nálar í sér. Ljósmynd/Twitter

Stuðningsmenn Fortuna Düsseldorf eiga erfitt með að fyrirgefa knattspyrnumanninum Ísak Bergmann Jóhannessyni fyrir að hafa skipt til erkifjendanna í Köln.

Stuðningsmenn hafa látið ljót ummæli falla á samfélagsmiðlum undanfarna og þá hefur ljósmynd af vúdúdúkku af Ísak farið í dreifingu, sem þýska götublaðið Express vakti athygli á.

Myndin, sem var búin til af gervigreind, sýnir dúkkuna með fjölda nála í sér en samkvæmt vúdútrú eiga nálastungur á dúkku að leiða til þess að manneskjan sem dúkkan er gerð eftir upplifi sömuleiðis illa meðferð.

Ísak hefur tjáð sig um viðbrögð stuðningsmanna Düsseldorf og sagði til að mynda í samtali við Fótbolta.net að hann hafi þurft að slökkva á öllum samfélagsmiðlum.

Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert