Finnar skelltu Pólverjum - átta mörk Hollendinga

Finnar fagna sigrinum sæta gegn Pólverjum í kvöld.
Finnar fagna sigrinum sæta gegn Pólverjum í kvöld. AFP/Markku Ulander

Finnar unnu góðan heimasigur á Pólverjum í kvöld, 2:1, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu.

Hollendingar burstuðu Möltu í Groningen í sama riðli, 8:0, og eru afar sigurstranglegir í riðlinum en eitt lið kemst beint á HM. Finnland er með 7 stig eftir fjóra leiki, Holland 6 stig eftir tvo leiki og Pólland 6 stig eftir þrjá leiki.

Joel Pohjanpalo og Benjamin Källman komu Finnum í 2:0 áður en Jakub Kiwior, leikmaður Arsenal, minnkaði muninn fyrir Pólverja.

Í Groningen var algjör einstefna hjá Hollendingum sem voru komnir í 3:0 efti 20 mínútur. Memphis Depay skoraði tvö fyrstu mörkin og fyrirliðinn Virgil van Dijk það þriðja.

Í seinni hálfleik skoraði Donyell Malen tvö mörk, Xavi Simons, Noa Lang og Micky van de Ven sitt markið hver.

Virgil van Dijk fagnar marki sínu með samherjum sínum í …
Virgil van Dijk fagnar marki sínu með samherjum sínum í kvöld. AFP/Koen Van Weel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert