Lést á úrslitaleiknum

Stuðningsmenn Portúgals eftir leikinn á Allianz Arena.
Stuðningsmenn Portúgals eftir leikinn á Allianz Arena. AFP/Alexandra Beier

Áhorfandi á úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu karla á Allianz Arena í München lést af sárum sínum eftir að hafa fallið úr áhorfendastúku á leikvanginum.

Úrslitaleikurinn var milli Portúgals og Spánar en maðurinn var heimamaður frá Þýskalandi og féll úr miðri stúkunni niður á stiga. Lést hann af sárum sínum.

Portúgal varð Þjóðadeildarmeistari eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni. Luis de la Fuente, þjálfari Spánar, sagði eftir leikinn:

„Ég vil votta mína dýpstu samúð því stuðningsmaður er látinn. Það minnir okkur á hvað er mikilvægt í þessu lífi.“

Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, sagði fréttirnar „einstaklega dapurlegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka