Ranieri tekur ekki við Ítalíu

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP/Piero Cruciatti

Claudio Ranieri hefur hafnað tilboði ítalska knattspyrnusambandsins um að taka við sem þjálfari karlalandsliðsins.

Ranieri, sem er 73 ára, var síðast knattspyrnustjóri karlaliðs Roma og var þegar búinn að samþykkja að taka starfi tæknilegs ráðgjafa hjá félaginu.

Luciano Spalletti var vikið frá störfum um helgina eftir 3:0-tap fyrir Noregi í undankeppni HM 2026 og stýrði sínum síðasta leik í gærkvöldi sem lauk með 2:0-sigri á Moldóvu.

Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Al-Nassr í Sádi-Arabíu, er talinn líklegast til að taka við sem nýr landsliðsþjálfari Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka