Fernández fékk rautt fyrir fólskubrot (myndskeið)

Enzo Fernández braut illa á Kevin Castano í nótt.
Enzo Fernández braut illa á Kevin Castano í nótt. AFP/Luis Robayo

Enzo Fernández, fyrirliði Chelsea og leikmaður argentínska landsliðsins í fótbolta, fékk að líta rauða spjaldið í nótt þegar Argentína tók á móti Kólumbíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2026 í Buenos Aires.

Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, þar sem Luis Díaz kom Kólumbíu yfir á 24. mínútu áður en Thiago Almada jafnaði metin fyrir Argentínu á 81. mínútu.

Argentína hafði fyrir leikinn tryggt sér efsta sæti riðilsins og sæti á HM en Kólumbía er í harðri baráttu um sæti í lokakeppninni.

Fernández fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu fyrir fólskubrot á Kevin Castano en það stórsá á Castano eftir brotið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert