Enzo Fernández, fyrirliði Chelsea og leikmaður argentínska landsliðsins í fótbolta, fékk að líta rauða spjaldið í nótt þegar Argentína tók á móti Kólumbíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2026 í Buenos Aires.
Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, þar sem Luis Díaz kom Kólumbíu yfir á 24. mínútu áður en Thiago Almada jafnaði metin fyrir Argentínu á 81. mínútu.
Argentína hafði fyrir leikinn tryggt sér efsta sæti riðilsins og sæti á HM en Kólumbía er í harðri baráttu um sæti í lokakeppninni.
Fernández fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu fyrir fólskubrot á Kevin Castano en það stórsá á Castano eftir brotið.
🟥🇦🇷 La acción que terminó con la expulsión de Enzo Fernández, luego de haber impactado la cabeza de Kevin Castaño con su botín derecho. pic.twitter.com/ymyvZ7wv6e
— Juan Andrés Pineda (@juanpinedar27) June 11, 2025
Pô, acho que o juiz errou ao expulsar o Enzo Fernandez. Foi nada! pic.twitter.com/EcKBp23Z7d
— ⚽ (@DoentesPFutebol) June 11, 2025