Lést eftir landsleik í Helsinki

Finnsku leikmennirnir klappa fyrir áhorfendum eftir leikinn í gærkvöld.
Finnsku leikmennirnir klappa fyrir áhorfendum eftir leikinn í gærkvöld. AFP/Markku Ulander

Áhorfandi á leik Finnlands og Póllands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Helsinki í gærkvöld lést eftir að hafa verið fluttur af Ólympíuleikvanginum á  sjúkrahús í finnsku höfuðborginni.

Finnska knattspyrnusambandið staðfesti þetta núna undir kvöld en gert var 40 mínútna hlé á leiknum þegar flytja þurfti viðkomandi áhorfanda af vellinum. Samkvæmt fjölmiðlinum Iltalehti lést hann í nótt.

Leiknum var haldið áfram og lauk með finnskum sigri, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert