Mæta varaliði sínu í átta liða úrslitum

Búast má við góðri stemningu á Bolt Arena í Helsinki …
Búast má við góðri stemningu á Bolt Arena í Helsinki þegar liðin mætast síðar í mánuðinum. AFP/Emmi Korhonen

Finnska stórveldið HJK Helsinki dróst gegn B-deildar liði Klubi 04 í átta liða úrslitum finnsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Um athyglisverða viðureign er að ræða.

Þannig er nefnilega mál með vexti að Klubi 04 er varalið HJK Helsinki, sem er sigursælasta í sögu finnsku knattspyrnunnar.

Klubi 04 hefur svo verið að gera sig gildandi undanfarin ár og vann til að mynda finnsku C-deildina á síðasta ári.

Sló liðið úrvalsdeildarlið Mariehamn út í 16-liða úrslitum og mætir því HJK Helsinki á heimavelli beggja liða, Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, í átta liða úrslitum 24. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert