Finnska stórveldið HJK Helsinki dróst gegn B-deildar liði Klubi 04 í átta liða úrslitum finnsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Um athyglisverða viðureign er að ræða.
Þannig er nefnilega mál með vexti að Klubi 04 er varalið HJK Helsinki, sem er sigursælasta í sögu finnsku knattspyrnunnar.
Klubi 04 hefur svo verið að gera sig gildandi undanfarin ár og vann til að mynda finnsku C-deildina á síðasta ári.
Sló liðið úrvalsdeildarlið Mariehamn út í 16-liða úrslitum og mætir því HJK Helsinki á heimavelli beggja liða, Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, í átta liða úrslitum 24. júní.
Klubi 🆚 Klubi
— HJK Helsinki (@hjkhelsinki) June 11, 2025
Ja Klubien Klubilla (ja muilla kausikorteilla) tähänkin matsiin veloituksetta. Suomen Cupin puolivälierän alustava pelipäivä on tiistai 24.6. Pelipaikka lienee molempien kotina tunnettu Bolt Arena, mutta kellonaika ilmoitetaan vielä myöhemmin.#HJK #SuomenCup pic.twitter.com/c6J3RJmFDY