Michal Probierz hefur látið af störfum sem þjálfari pólska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir deilur við stjörnu liðsins Robert Lewandowski.
Lewandowski tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki leika með pólska landsliðinu svo lengi sem Probierz væri þjálfari.
„Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að besta ákvörðunin fyrir landsliðið er að ég segi af mér sem þjálfari þess,“ sagði Probierz.
Póllandi hefur ekki gengið vel undir stjórn Probierz en liðið endaði á botni riðils síns á Evrópumótinu síðasta sumar.