Trent fær nýtt númer

Trent Alexander-Arnold fær númerið 12.
Trent Alexander-Arnold fær númerið 12. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold mun leika með nýtt númer hjá Real Madrid.

Alexander-Arnold lék alltaf með númerið 66 hjá Liverpool en í efstu deild Spánar má ekki leika með númer hærra en 25.

Hefur Alexander-Arnold því ákveðið að leika með númerið 12 en brasilíska goðsögnin Marcelo lék lengi vel með númerið hjá Real Madrid.

Heimsmeistaramót félagsliða hefst um helgina og mun Alexander-Arnold leika sinn fyrsta leik með Real Madrid á mótinu. Madrídingar mæta Al-Hilal í fyrsta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert