Bayern München fór létt með áhugamannalið Auckland City, 10:0, í C-riðli heimsmeistaramóts félagsliða í knattspyrnu í Cincinnati í Bandaríkjunum í dag.
Bayern var með 6:0-forystu í hálfleik en Kingsley Coman og Michael Olise skoruðu tvö mörk hvor og Thomas Müller og Sacha Boey eitt mark hvor.
Þjóðverjinn Jamal Musiala kom inn á í síðari hálfleik og skoraði þrennu. Müller bætti við sínu öðru marki og tíunda marki Bayern í blálokin.
Boca Juniors frá Argentínu og Benfica frá Portúgal mætast í hinum leik riðilsins klukkan 22.00 að íslenskum tíma á morgun.