Markalaust í upphafsleiknum

Luis Suárez, Marcelo Weigandt og Lionel Messi leikmeinn Inter Miami …
Luis Suárez, Marcelo Weigandt og Lionel Messi leikmeinn Inter Miami eftir leikinn gegn Al Ahly. AFP/Chandan Khanna

Inter Miami frá Bandaríkjunum og Al Ahly frá Egyptalandi gerðu markalaust jafntefli í upphafsleik heimsmeistaramóts félagsliða í Miami í nótt.

Hinn 38 ára gamli Óscar Ustari reyndist hetja Miami-manna en hann varði víti frá Mahmoud Trézégeut, fyrrverandi leikmanni Aston Villa, á 43. mínútu.

Bæði lið eru með eitt stig í A-riðli en Porto og Palmeiras mætast í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert