Brasilísku meistararnir höfðu betur

Igor Jesus fagnar marki sínu í nótt.
Igor Jesus fagnar marki sínu í nótt. AFP/BUDA MENDES

Brasilísku meistararnir í Botafogo unnu góðan sigur gegn Seattle Sounders, 2:1, í B-riðli heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu í Seattle í Bandaríkjunum í nótt.

Botafogo er í öðru sæti riðilsins með þrjú stig, jafnmörg og París SG á toppnum. Seattle er hins vegar án stiga eins og Atlético Madrid.

Bæði mörk Botafogo komu í fyrri hálfleik. Jair kom Botafogo yfir á 28. mínútu og Igor Jesus tvöfaldaði forystuna rétt fyrir leikhlé.

Cristian Roldán minnkaði muninn fyrir Seattle á 75. mínútu en nær komst félagið ekki og Botafogo vann 2:1-sigur.

Í A-riðli skildu Porto frá Portúgal og Palmeiras frá Brasilíu jöfn, 0:0. Öll lið í riðlinum eru því með eitt stig en Al Ahly og Inter Miami gerðu sömuleiðis markalaust jafntefli aðfaranótt sunnudags.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert