Knattspyrnuþjálfarinn Sancheev Manoharan er tekinn við Íslendingaliðinu Esbjerg í dönsku B-deildinni
Manoharan var rekinn á dögunum frá norska liðinu Haugesund en hann tók við því af Óskari Hrafni Þorvaldssyni.
Breki Baldursson leikur með Esbjerg en hann kom til félagsins frá Fram á síðasta ári.